Þjónusta

Pípulagnir

Lítil verk

Eru lagnirnar komnar á tíma? Lekur vaskurinn? Ertu að endurnýja baðherbergið? Við önnumst fjölbreytt verkefni á borð við nýlagnir, golfhitalagnir, neysluvatns- og hitalagnir, endurbætur og alhliða viðhald. Við tryggjum að verkið klárist fljótt og örugglega og gætum þess að sem minnst röskun verði á heimilinu meðan við erum að störfum.

Viltu vita meira? Hringdu í 896-6389 eða sendu línu á geri.allt.slf@gmail.com og við svörum öllum þínum spurningum.

Stór verk

Geri allt sá um allar pípulagnir í Storm hótel, nýtískulegu 93 herbergja hóteli við Þórunnartún í Reykjavík. Ef þú ert í stórframkvæmdum getum við aðstoðað. Ekkert verk er of stórt. Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar.

Flísalögn

Geri allt hefur mikla og fjölbreytta reynslu af flísalögn og undirvinnu, hjá okkur skipta gæðin öllu máli. Önnumst breytingar á baðherbergjum ásamt allri almennri flísalögn. Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt vita meira.

Almenn smíðavinna

Við sinnum allri almennri smíðavinnu innanhúss í tengslum við pípulagnaverk sem við erum að vinna. Við höfum mikla reynslu af því að vinna inn á heimilum og kappkostum að ganga snyrtilega um og skilja eftir okkur eins lítil ummerki og unnt er.

Hér eru nokkur dæmi um verkefni sem við tökum að okkur

 • Parketlagnir
 • Neysluvatnslagnir
 • Ofnalagnir
 • Frárenslislagnir
 • Gólfhitalagnir
 • Snjóbræðslur
 • Stýribúnaður
 • Múrverk
 • Flísalögn
 • Smíði innveggja
 • Uppsetning innréttinga
 • Millliveggir