Um okkur

Geri allt er fyrirtæki sem sérhæfir sig öllu sem viðkemur viðhaldi og uppbyggingu á fasteignum. Við erum lítið en öflugt fyrirtæki og leggjum mikið upp úr því að hlusta á og mæta þörfum viðskiptavina okkar. Við höfum áralanga reynslu af verkefnum af öllum stærðum og gerðum og allir eigendur fyrirtækisins eru iðnmenntaðir.

Þegar kemur að því að fara í framkvæmdir á heimilinu getur verið erfitt að samræma iðnaðarmenn sem koma hver úr sínu horninu með mismunandi sérþekkingu. Við tökum að okkur hvaða verk sem er og sjáum um það frá a-ö þannig að þú getir einbeitt þér að því sem skiptir máli.

Ekkert verk er of stórt og ekkert verk er of lítið.  Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar.

Geri allt slf. er í samstarfi við iðnmeistara í öllum byggingagreinum og koma þeir inní verkin þegar á þarf að halda.

Eigendur fyrirtækisins eru

Daníel Sigurðsson

Pípulagningameistari

Byrjaði í húsasmíðanámi 1988 og vann við húsasmíði í nokkur ár. Vann við stálsmíði í nokkur ár. Byrjaði í pípulögnum árið 2000, lauk sveinsprófi 2004 og meistararéttindum 2007. Lauk námi í ljósmyndun frá Tækniskólanum 2006. Lauk stúdentsprófi frá Tækniskólanum 2009. Lauk Diploma námi í kennslufræði 2012 frá kennaraháskóla íslands Hefur verið með eigin rekstur frá 2005, séð um bæði stór og smá verk, unnið fyrir flest Hringhótelana við endurnýjun lagna, sá um pípulögn í Hótel Baron ásamt öðrum pípara. Sá um alla pípulögn í Storm hótel Reykjavík, vann við byggingu Smáralindar, Íslenskrar Erfðagreiningar, Fífunnar í Kópavogi ofl. Með mikla reynslu í hönnun og breytingu baðherbergja þar sem við sjáum um allt frá hönnun til lokaþrifa.

Screen Shot 2016-05-09 at 18.31.09

Harpa Sjöfn Nicolaid. Blöndal

Byggingartæknifræðingur og Pípulagningameistari

Byrjaði í pípulögnum árið 2009. Lauk sveinsprófi í pípulögnum í des. 2013. Lauk námi í Byggingartæknifræði frá HR 2021 með sérhæfingu í lagnahönnun ásamt Meistararéttindum í pípulögnum Hefur starfað á ýmsum sviðum pípulagna eins og nýlagnir, viðgerðir, uppsetning tækja, sprinkler, smíðum á grindum, leggja grunnlagnir o.flr.